Services – Borgarbros https://borgarbros.com Að fylla í skarðið í tannlækningum Mon, 06 Mar 2023 12:09:31 +0000 en-US hourly 1 https://wordpress.org/?v=6.8 https://borgarbros.com/wp-content/uploads/2022/12/cropped-mini-32x32.png Services – Borgarbros https://borgarbros.com 32 32 Barnatannlækningar https://borgarbros.com/project/complete-whitening-pack/ https://borgarbros.com/project/complete-whitening-pack/#respond Wed, 15 Jul 2015 09:29:34 +0000 http://medicine-plus.cmsmasters.net/?post_type=project&p=692

Við sinnum öllum nauðsynlegum viðgerðum á barnatönnum en viljum leggja mesta áherslu á fyrirbyggjandi meðferðir eins og flúorpenslun og skorufyllingar. Einnig fylgjumst við vel með biti og komu fullorðinstanna. Við mælum með skoðun tvisvar sinnum á ári, frá 3ja ára aldri. Í fyrstu skoðun gefum við okkur góðan tíma með barninu til að vinna traust.

]]>
https://borgarbros.com/project/complete-whitening-pack/feed/ 0
Almennar tannlækningar https://borgarbros.com/project/sedation-dentistry/ https://borgarbros.com/project/sedation-dentistry/#respond Thu, 09 Jul 2015 14:18:49 +0000 http://medicine-plus.cmsmasters.net/?post_type=project&p=372

Hjá  Tannlæknastofunni Borgarbros viljum við halda tryggu sambandi við sjúklingana okkar.

Við elskum það þegar við erum með margar kynslóðir innan sömu fjölskyldu.

Við mælum eindregið með að fólkið okkar komi tvisvar á ári í eftirlit og tannhreinsun.

Undir almennar tannlækningar falla meðal annars:

-Fyrirbyggjandi meðferðir

-Fyllingar sem í dag eru flestar úr tannlituðum composit efnum

-Rótfyllingar sem nauðsynlegar eru þegar skemmd nær inn í taug tannar

-Tannholdsmeðferð sem felst meðal annars í að fjarlægja tannstein

– Krónur og brýr úr postulíni til að brúa tannlaus bil og einnig á tannplanta

-Við gerum einnig heilgóma sem oft eru með smellum á planta til að auka festu

]]>
https://borgarbros.com/project/sedation-dentistry/feed/ 0
Postulínsvinna https://borgarbros.com/project/cosmetic-dentistry-2/ https://borgarbros.com/project/cosmetic-dentistry-2/#respond Thu, 09 Jul 2015 14:06:03 +0000 http://medicine-plus.cmsmasters.net/?post_type=project&p=368

Króna er eins og postulínshetta sem sérsmíðuð er á tönn. Liturinn er sérblandaður til að
tönnin falli fullkomlega að öðrum nærliggjandi tönnum.
Þetta er gert þegar tönn er orðin illa farin vegna tannskemmda eða til að bæta útlit tannar á
varanlegan hátt.
Ef það vantar tönn er hægt að fylla í skarðið með því að gera krónur á aðliggjandi tennur
og þær bera þá uppi tönnina sem fyllir í skarðið.

]]>
https://borgarbros.com/project/cosmetic-dentistry-2/feed/ 0
Fegrunartannlækningar https://borgarbros.com/project/cosmetic-dentistry/ https://borgarbros.com/project/cosmetic-dentistry/#respond Thu, 09 Jul 2015 14:06:03 +0000 http://medicine-plus.cmsmasters.net/?post_type=project&p=368

Fallegt bros eykur sjálfstraust og gleði.

Það er staðreynd að þeir sem eru ánægðir með brosið sitt, nota það meira.

Það eru margar aðferðir til að bæta bros og oft getur litið smáatriði breytt ótrúlega miklu.

Helstu leiðir til að fegra bros eru:

-Tannhvíttun með skinnum. Tekin eru mát af tönnum þínum  og sérsmíðaðar þunnar skinnur sem þú tekur heim og setur lýsingarefni í

– Lýsing í tannlæknastól ( tekur 90 mínútur)

-Fyllingarefni sem sett eru utan á glerunginn til að bæta lit eða form. Þessa aðferð

er líka hægt að nota til að loka bilum á milli tanna eða upp við tannhold

– Postulínskrónur eða -skeljar

-Invisalign tannréttingar

]]>
https://borgarbros.com/project/cosmetic-dentistry/feed/ 0