Við sinnum öllum nauðsynlegum viðgerðum á barnatönnum en viljum leggja mesta áherslu á fyrirbyggjandi meðferðir eins og flúorpenslun og skorufyllingar. Einnig fylgjumst við vel með biti og komu fullorðinstanna. Við mælum með skoðun tvisvar sinnum á ári, frá 3ja ára aldri. Í fyrstu skoðun gefum við okkur góðan tíma með barninu til að vinna traust.
Leave a Reply