Hjá Tannlæknastofunni Borgarbros viljum við halda tryggu sambandi við sjúklingana okkar.
Við elskum það þegar við erum með margar kynslóðir innan sömu fjölskyldu.
Við mælum eindregið með að fólkið okkar komi tvisvar á ári í eftirlit og tannhreinsun.
Undir almennar tannlækningar falla meðal annars:
-Fyrirbyggjandi meðferðir
-Fyllingar sem í dag eru flestar úr tannlituðum composit efnum
-Rótfyllingar sem nauðsynlegar eru þegar skemmd nær inn í taug tannar
-Tannholdsmeðferð sem felst meðal annars í að fjarlægja tannstein
– Krónur og brýr úr postulíni til að brúa tannlaus bil og einnig á tannplanta
-Við gerum einnig heilgóma sem oft eru með smellum á planta til að auka festu
Leave a Reply